Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætluðu að spila fyrir Jón Guðna - „Maður er eiginlega bara hrærður"
Svona fögnuðu Víkingar fyrra marki sínu í gær.
Svona fögnuðu Víkingar fyrra marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leikinn gegn FH.
Eftir leikinn gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Djöfull er þetta ógeðslega gaman maður," sagði Jón Guðni Fjóluson eftir að hafa spilað ansi langþráðan fótboltaleik í gær þegar Víkingur vann 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni.

Jón Guðni hefur verið alveg einstaklega óheppinn með meiðsli undanfarin ár en hann var í gærkvöldi að spila sinn fyrsta leik í um tvö og hálft ár, og sinn fyrsta leik á Íslandi í 13 ár. Hann gekk í raðir Víkings í vetur.

Jón Guðni tók sig til og lagði upp fyrra mark Víkings, en hann spilaði í vinstri bakverðinum.

Sölvi Geir Ottesen, sem stýrði Víkingi í gær, var gríðarlega ánægður með að fá Jón Guðna inn í liðið.

„Það er geggjað að fá Jón Guðna inn. Maður er svo glaður fyrir hans hönd. Hann er búinn að vera í virkilega erfiðum meiðslum sem hafa tekið á fyrir hann," sagði Sölvi eftir leikinn.

„Ég lenti í krossbandameiðslum á mínum ferli, en hann hefur verið í þeim miklu lengur. Ég veit hvað þetta tekur á, svona langur tími. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að hafa komið til baka. Að auki skilaði hann bara glæsilegum leik. Hann var drulluflottur í stöðunni sinni og lagði upp eitt mark. Ég gæti ekki beðið um meira frá honum."

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, var spurður út í endurkomu Jóns Guðna í viðtali eftir leikinn.

„Við töluðum um það inn í klefa að við værum eiginlega að spila fyrir hann. Jón Guðni hefur ekki spilað fótbolta síðan 2021 og maður er eiginlega bara hrærður með það hvernig hann stendur sig hérna. Það er meira en að segja það að lenda í svona meiðslum. Fótboltaferill hans er frábær og ég er ótrúlega ánægður fyrir hans hönd. Það er líka geggjað fyrir okkur að fá enn einn góða varnarmanninn," sagði Matthías.
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Athugasemdir
banner
banner