Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mán 13. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Grealish búinn að ná flensunni úr sér
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Jack Grealish var veikur og því ekki í leikmannahópnum þegar Manchester City færðist nær Englandsmeistaratitlinum með 4-0 sigri gegn Fulham á laugardaginn.

„Jack er búinn að jafna sig af veikindunum og Nathan Ake er orðinn miklu betri. Hann getur vonandi æft seinna í dag," sagði Pep Guardiola stjóri City á fréttamannafundi.

Arsenal er í spennandi einvígi við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn en ljóst er að úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni.

Arsenal er með eins stigs forystu á Manchester City sem á tvo leiki eftir á meðan Arsenal á einn. City heimsækir Tottenham á morgun og leikur svo gegn West Ham á heimavelli í lokaumferðinni á sunnudag. Arsenal leikur gegn Everton á heimavelli á sama tíma.

„Tottenham er að spila upp á Meistaradeildarsæti svo liðið hefur að miklu að keppa á morgun, en það höfum við líka. Við þurfum að standa okkur til að vinna titilinn," segir Guardiola.

Þess má geta að Brasilíumaðurinn Richarlison og Fílabeinsstrendingurinn Yves Bissouma verða ekki með Tottenham í lokaleikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla en Ange Postecoglou staðfesti það í dag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner