Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mun sjást almennilega á næstu leiktíð hvað við getum"
Mynd: Getty Images

Cole Palmer leikmaður Chelsea hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð þó liðinu hafi ekki gengið svakalega vel.


Liðið er í 7. sæti með jafnmörg stig og Newcastle sem er í sætinu fyrir ofan en Chelsea á tölfræðilega möguleika á að ná 5.sæti af Tottenham.

„Ég er að njóta fótboltans en ég kom hingað til að gera það, spila fótbolta. Ég er bara að reyna njóta þess, einn leik í einu, halda fótunum á jörðinni, vinna hart að mér. Við erum að byrja ná saman og ég er viss um að það muni sjást almennilega á næstu leiktíð hvað við getum," sagði Palmer við heimasíðu Chelsea.

„Það eru tveir erfiðir leikir eftir. Við ætlum okkur að ná sjötta sæti, við getum það og Chelsea sem félag getur farið aftur í Evrópukeppni."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner