Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var „geggjaður" framherji en finnur sig enn betur sem hafsent
Þorri Stefán.
Þorri Stefán.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Gunnarsson.
Lúðvík Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorri Stefán Þorbjörnsson hefur ekki alltaf verið miðvörður. Þessi stæðilegi leikmaður var áður framherji en færði sig niður í miðvörðinn eftir unglingalandsliðsverkefni.

Þorri, sem verður 18 ára seinna á árinu, ræddi við Fótbolta.net um helgina og fór yfir málið.

„Ég var ´striker´ í yngri flokkunum, upp í 3. flokk, geggjaður ´striker´," sagði Þorri og brosti.

En af hverju varð hann þá allt í einu hafsent?

„Af því ég er betri hafsent. Menn sem eru ekki alveg með þetta markanef eru stundum færðir niður í hafsentinn og eru góðir þar. Það gekk upp fyrir mig. Ég spilaði hafsent í landsliðsferð og spilaði fínt. Ég ákvað þá að taka þessa leið og það hefur virkað hingað til."

„Lúlli (Lúðvík Gunnarsson) og Óli (Ólafur Ingi Skúlason) voru þjálfararnir í þessari ferð. Ætli Lúlli hafi ekki séð þetta, ég mætti á einhverjar úrtaksæfingar og var þar sem vinstri bakvörður. Spilaði svo hálfleik þar og hálfleik í hafsent í fyrsta leik og svo heilan leik í hafsent í næsta leik á eftir. Ég held þeir hafi séð að þetta væri staðan fyrir mig."

„Ég var strax sáttur við að vera kominn aftast. Mér finnst ekkert eðlilega gaman að vinna tæklingar og vera kítast í mönnum. Það er alveg gaman að vera framherji og skora mörk, en ég get ekki kvartað,"
sagði Þorri.

Í 4. flokki árið 2020 skoraði Þorri 6 mörk (10 leikir) sem framherji A-liðs Fram og 2021 skoraði hann 10 mörk (13 leikir) sem framherji B-liðs 3. flokks.
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Athugasemdir
banner
banner
banner