Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 13. maí 2024 12:46
Elvar Geir Magnússon
Vilja að sitt lið tapi á morgun til að hindra Arsenal
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Tottenham tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Ef City vinnur ekki leikinn verður Arsenal í bílstjórasætinu í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á sunnudag.

Tottenham og Arsenal eru erkifjendur og einhver hluti stuðningsmanna Spurs vilja að sitt lið tapi á morgun til að hindra Arsenal í að verða Englandsmeistari.

Ange Postecoglou stjóri Tottenham segir klárt að sitt lið spili til sigurs í leiknum.

„Hluti stuðningsmanna? Hvað þýðir það? Hversu stórt hlutfall? 50%? 20%? Eitt prósent? Fólk má hafa sína skoðun á þessu en í mínum huga eru það bara okkar eigin afrek sem skipta okkur máli," segir Ange.

„Það er alltaf áskorun að spila gegn Man City, sérstaklega í lok tímabils þar sem þeir virðast alltaf vera á hápunktinum. Heldur þú að meirihluti stuðningsmanna okkar vilji ekki að við vinnum á morgun? Ég sé það ekki þannig. Ég býst við stuðningi úr stúkunni. Við ætlum að reyna að vinna þennan leik."

„Ég mun aldrei skilja það að einhver vilji að sitt lið tapi. Íþróttir snúast ekki um það."

Brasilíumaðurinn Richarlison og Fílabeinsstrendingurinn Yves Bissouma verða ekki með Tottenham í lokaleikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla en Ange staðfesti það í dag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner