Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór fékk ótrúlegar móttökur hjá Norrköping - „Alltaf velkominn heim"
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk vægast sagt höfðinglegar móttökur þegar hann sneri aftur til Norrköping um liðna helgi.

Arnór var mættur til Svíþjóðar til að horfa á leik Norrköping gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins en þeir sungu nafn hans hástöfum þegar hann gekk um völlinn og heilsaði þeim.

Arnór spilaði fyrst með Norrköping frá 2017 til 2018 og svo aftur frá 2022 til 2023. Hann er talinn einn af betri fótboltamönnum í sögu félagsins.

Arnór er í dag á mála hjá Blackburn á Englandi en fyrir neðan má sjá myndbandið sem Norrköping birti. „Alltaf velkominn heim," er skrifað við myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner