Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 09:25
Elvar Geir Magnússon
Keown: Arsenal hakar við öll meistaraboxin
Martin Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Martin Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æsispennandi titilbarátta.
Æsispennandi titilbarátta.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, segir að sigur Arsenal gegn Manchester United í gær sýni að liðið hafi allt sem þarf til að verða Englandsmeistari.

„Þeir haka við öll boxin. Þeir sýndu hugarfar sem þarf, geta tekið stjórn á leiknum og haldið út með varnaraga og ákveðni. Það hefur gert það að verkum að átján sinnum hefur liðið náð að halda marki sínu hreinu í deildinni á þessu tímabili," segir Keown.

„Á mínum tíma hjá Arsenal þýddi það að vinna á Old Trafford að við myndum líka vinna titilinn. Við verðum að bíða og sjá hvort sú verði raunin í ár en Arsenal hefur sýnt mikinn þroska og að liðið er betri í að yfirstíga hindranir en í fyrra."

Arsenal er í spennandi einvígi við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn en eftir úrslitin í gær er ljóst að úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni.

„Liðið hefur unnið fimmtán af sautján síðustu úrvalsdeildarleikjum og gert það eins erfitt og mögulegt er fyrir Manchester City að verja titil sinn. Pressan fyrir leikinn gegn United var á Arsenal og maður gat séð spennustigið á spilamennskunni."

Það kemur kannski ekki á óvart að gamli miðvörðurinn segir að lykillinn að velgengni Arsenal sé öflugur varnarleikur og þar hefur miðvarðaparið Gabriel og William Saliba verið framúrskarandi.

Arsenal er með eins stigs forystu á Manchester City sem á tvo leiki eftir á meðan Arsenal á einn. City heimsækir Tottenham á morgun og leikur svo gegn West Ham á heimavelli í lokaumferðinni á sunnudag. Arsenal leikur gegn Everton á heimavelli á sama tíma.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner