Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Báðu um 100 milljónir evra fyrir Glasner
Oliver Glasner.
Oliver Glasner.
Mynd: EPA
Það gengur ekkert sérlega vel hjá þýska stórveldinu Bayern München að finna nýjan stjóra. Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick hafa meðal annars allir hafnað félaginu.

Núna síðast beindist leitin að Oliver Glasner, stjóra Crystal Palace á Englandi, en Bayern fékk skýr svör frá Palace um að Glasner væri ekki fáanlegur.

Bild segir frá því að Palace hafi krafist þess að fá 100 milljónir evra frá Bayern fyrir Glasner.

Bayern var víst tilbúið að borga 18 milljónir evra fyrir Austurríkismanninn.

Glasner er samningsbundinn Palace til ársins 2026 en hann tók við liðinu í vetur. Hann býr yfir reynslu úr þýska boltanum eftir að hafa stýrt Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Hann vann Evrópudeildina með síðarnefnda félaginu.

Palace hefur gengið frábærlega undir stjórn Glasner að undanförnu og það virðast vera bjartir tímar framundan hjá félaginu undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner