Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég hef aldrei séð eins góðan leikmann fá eins slæma útreið"
Salah og Klopp.
Salah og Klopp.
Mynd: Getty Images
„Þetta var stormur í vatnsglasi," sagði Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar hann ræddi um Mohamed Salah.

Salah var mikið til umræðu fyrir nokkrum vikum síðan þegar hann reifst við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, er hann var að koma inn á sem varamaður gegn West Ham. Salah var greinilega ósáttur við það að byrja á bekknum en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína að undanförnu.

„Ég hef aldrei séð eins góðan leikmann fá eins slæma útreið og hann fékk frá ykkur Liverpool mönnum," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

„Hann gerir þetta á röngum tíma. Það vill enginn heyra neitt neikvætt um Jurgen Klopp þegar hann er á leiðinni út," sagði Kristján Atli en Klopp er að hætta eftir tímabilið.

„Þetta er eins og að mæta í barnaafmæli og að gefa afmælisbarninu uppbyggilega gagnrýninu. Það vill enginn heyra það á afmælisdaginn. Salah valdi þarna rangan tíma til að pirra sig á stjóranum."

„Maður áttaði sig líka á því hvor er stærri þarna," sagði Tómas Þór.

Salah verði fyrirgefið en það er búist við því að hann verði áfram hjá Liverpool í sumar.
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Athugasemdir
banner
banner
banner