Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 10:56
Elvar Geir Magnússon
Rosalega tæklingar Kyle McLagan - „Verið stórkostlegur“
Kyle McLagan varnarmaður Fram.
Kyle McLagan varnarmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan varnarmaður Fram hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í upphafi móts og verið þrisvar sinnum í Sterkasta liði umferðarinnar.

„Var stórkostlegur í varnarlínu Fram í kvöld. Henti sér í alla bolta og átti risa tæklingar," skrifaði Stefán Marteinn fréttamaður Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli Framara gegn Stjörnumönnum á föstudag.

Tómas Þór Þórðarson talaði um í útvarpsþættinum Fótbolti.net að gaman hefði verið að fylgjast með baráttu hans og Emils Atlasonar. Kyle fékk það verkefni að glíma við fremsta mann Garðbæinga.

„Það var gaman að fylgjast með því og Kyle gerði vel, enda verið algjörlega frábær. Hann er nýttur í nákvæmlega það sem hann þarf að gera og gerir vel. Fljótur, sterkur, skynsamur, vinnur boltann og góður í loftinu. Hann og boltinn eru ekki vinir en hann er góður að verjast og hefur verið stórkostlegur," segir Tómas.

„Ég er að njóta þess að spila," sagði Kyle McLagan eftir leikinn á föstudaginn. „Það að vera í miðjunni í fimm manna vörn, komandi tilbaka eftir meiðsli gefur mér smá öryggi. Ég er að njóta þess að spila og þú færð nýja sýn á fótbolta eftir að hafa verið frá í heilt ár. Ég hef gaman að því að vinna og spila fótbolta og það hefur verið svolítið þannig fyrstu sex umferðinar og vonandi getum við haldið því áfram og þetta verður skemmtilegt sumar."

Hér að neðan má sjá þrjár rosalegar tæklingar Kyle McLagan frá leiknum gegn Stjörnunni:


Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Útvarpsþátturinn - Böddi gestur og vangaveltur um Óskar Hrafn
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner