Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vivianne Miedema kveður Arsenal eftir tímabilið (Staðfest)
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Vivianne Miedema, ein besta fótboltakona heims, mun yfirgefa herbúðir Arsenal, þegar samningur hennar við félagið rennur út í sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lundúnafélaginu í dag.

Miedema gekk í raðir Arsenal frá Bayern München árið 2017 og hefur síðan þá skorað 125 mörk í 172 leikjum. Hún hefur einnig lagt upp 50 mörk.

Hún er markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar kvenna á Englandi.

Miedema hefur spilað 13 leiki á þessu tímabili eftir að hafa komið til baka úr ömurlegum meiðslum.

Það verður afar spennandi að sjá hvað hin 27 ára gamla Miedema mun taka sér fyrir hendur að þessu tímabili loknu en það verður örugglega mikil barátta um hennar þjónustu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner