Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 13. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsta stóra markmið Real Madrid á leikmannamarkaðnum
Florian Wirtz.
Florian Wirtz.
Mynd: Getty Images
Að krækja í Florian Wirtz er næsta stóra markmið Real Madrid á leikmannamarkaðnum en þetta kemur fram hjá Marca.

Wirtz er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur spilað lykilhlutverk hjá Leverkusen á stórkostlegu tímabili hjá félaginu.

Leverkusen hefur tryggt sér þýska meistaratitilinn auk þess sem liðið er einum leik frá því að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og mun leika gegn Kaiserslautern í þýska bikarúrslitaleiknum seinna í þessum mánuði.

Marca segir frá því að Real Madrid sé byrjað að vinna í því að kaupa Wirtz fyrir sumarið 2025. Félagið er byrjað að setja niður fræ og núna er spurning hvort tréð muni vaxa eða ekki.

„Félagið er núna að vinna í því að fá þýska leikmanninn. Eins og það gerði með Camavinga, Tchouameni og Bellingham. Þetta eru þetta langtímakaup og þú þarft að fjárfesta tíma og klukkustundum í að ná þeim. Það verður ekki auðvelt, en þeir eru nú þegar að berjast við að ná honum," segir í grein Marca um Wirtz.

Ferill Wirtz hefur ekki bara verið dans á rósum því hann sleit krossband árið 2022 en kom hrikalega öflugur til baka. Hann hefur þegar leikið sextán landsleiki fyrir Þýskaland og verður fróðlegt að fylgjast með honum á EM í sumar. Leverkusen ætlar ekki að selja hann strax.
Athugasemdir
banner