Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 13. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham: Gaman að fagna með besta leikmanni í heimi
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham og félagar hans í Real Madrid voru í miklu stuði þegar þeir fögnuðu spænska meistaratitlinum um liðna helgi.

Bellingham hefur átt stórkostlegt fyrsta tímabil í Madrídarborg en hann hjálpaði Real að vinna spænsku deildina og er liðið einnig komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Það var skrúðganga í Madríd um helgina en Bellingham fór þar í viðtal á spænsku og hrósaði einum liðsfélaga sínum í hástert.

„Ég er mjög ánægður í dag að fá að fagna með besta fótboltamanni í heimi," sagði Bellingham og benti í áttina að brasilíska kantmanninum Vinicius Junior.

Bellingham og Vinicius eru góðir félagar en þeir hafa báðir spilað lykilhlutverk í liði Real Madrid í vetur.


Athugasemdir
banner
banner