Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil virðing á milli Heimis og Matta - „Kenndi honum allt sem hann kann"
Heimir og Matthías Vilhjálmsson eftir leikinn í gær.
Heimir og Matthías Vilhjálmsson eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við erum miklir vinir'
'Við erum miklir vinir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að mæta þeim svo oft. Þetta er farið að venjast nokkuð vel. Ég var þarna fyrir tveimur árum og það eru nokkrir eftir síðan þá," sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigur Víkings gegn FH í Bestu deildinni í gær.

Hann segist vera farinn að venjast því að spila gegn uppeldisfélaginu sínu, FH. Fyrir síðasta tímabil tók Matthías þá ákvörðun að breyta um umhverfi og fór yfir í Víking þar sem hann varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili.

Hann ber samt sem áður enn gríðarlega virðingu fyrir FH og sínum fyrrum þjálfara, Heimi Guðjónssyni. Það ríkir mikil gagnkvæm virðing þar á milli.

„Ég þekki Heimi vel og hann er að byggja upp alvöru lið í Krikanum. Ég þekki hans gildi og hann er einn af færustu þjálfurum Íslands. Vonandi gengur þeim vel og ég þakka þeim fyrir leikinn í kvöld," sagði Matthías.

Heimir var sjálfur spurður út í sinn fyrrum lærisvein, hvernig það væri að spila gegn honum.

„Matti er toppdrengur. Ég þjálfaði Matta á sínum tíma hjá FH og kenndi honum allt sem hann kann," sagði Heimir og brosti. „Hann er alltaf þakklátur þegar ég hitti hann."

„Við erum miklir vinir. Matti hefur átt frábæran feril sem fótboltamaður og er alltaf í toppstandi. Hann hefur í gegnum tíðina verið góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn."

Víkingar tóku í gær þriggja stiga forskot á FH á toppi deildarinnar en það verður spennandi að fylgjast með þróun mála á næstu vikum.

Hægt er að sjá viðtölin við þá báða í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Athugasemdir
banner
banner