Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 13. maí 2024 12:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert lokahóf hjá Man Utd í ár
Ekkert lokahóf verður hjá Manchester United í ár en það er The Athletic sem segir frá.

Félagið kveðst ekki vilja trufla leikmenn sína fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Manchester City. Lokahófið átti að fara fram 20. maí en bikarúrslitaleikurinn er fimm dögum síðar.

Í grein The Athletic segir að hætt hafi verið við lokahófið eftir að rætt var við Erik ten Hag og hans teymi.

Þetta er í annað sinn á þremur árum þar sem hætt er við lokahófið hjá Man Utd en var líka við það tímabilið 2021/22. Leikmenn báðu þá um að hætt væri við það eftir slakt tímabil.

Man Utd er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en ef liðið endar þar þá væri það versta tímabil í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner