Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 11:36
Innkastið
Óli Jó spurður að því hvort hann væri klár í að taka við KA - „Hvorki já né nei“
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru saman í stúkunni á leiknum.
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru saman í stúkunni á leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn reynslumikli Ólafur Jóhannesson var mættur að horfa á leik Vals og KA á laugardaginn. Fyrir leikinn ákvað einn stuðningsmaður KA að spyrja Óla hvort hann væri klár í að taka við Akureyrarliðinu ef símtalið kæmi.

„Það var einhver sem spurði hann í léttri stemningu í Fjósinu fyrir leik. Fékk samt hvorki já né nei," sagði Sæbjörn Steinke í Innkastinu.

Ólafur er ekki að starfa í þjálfun þessa stundina en hefur verið að aðstoða Val bak við tjöldin og starfað sem sérfræðingur í útsendingum á Stöð 2 Sport.

KA hefur farið illa af stað á tímabilinu, er aðeins með tvö stig eftir sex umferðir og situr í fallsæti.

„Þeir eru að fara í langmikilvægasta leik sinn á tímabilinu hingað til í næstu umferð. Fá Fylki í heimsókn (eftir viku). Ef þeir tapa þar... þá veit ég ekki alveg hvert þeir stefna," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Innkastsins.

Rætt var um stöðu þjálfarans Hallgríms Jónassonar og hvort hann gæti verið látinn fara ef illa fer gegn botnliði Fylkis.

„Ef þeir tapa fyrir Fylki þá held ég að meira að segja Haddi sjái að það verði að vera þjálfaraskipti. Þeir eru með tvö stig. Ég held að það sjái það allir að það þarf að gera eitthvað," segir Valur.

„Það eru ummæli eftir leikinn sem stuðningsmenn KA, þeir sem eru í kringum mig, eru ekkert sérlega kátir með. Haddi segir í viðtali við Stöð 2 Sport að KA sé nú í botnbaráttu og 'það gæti bara verið spennandi verkefni'. Þessi lína fer ekki vel í KA-menn," segir Sæbjörn.

Leikur KA og Fylkis á mánudaginn næsta verður fimmti heimaleikur KA-manna á tímabilinu.

Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner