Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar hrósar þjálfurum hinna Valsliðanna: Stórkostlegt afrek
Gaman að vera í umhverfi þar sem markmiðið er alltaf að vinna eitthvað
Óskar Bjarni í góðum gír.
Óskar Bjarni í góðum gír.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Finnur Freyr.
Finnur Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, í dag. Í lok viðtalsins var hann spurður út í hvernig það væri að vera hluti af félagi sem er að vinna titla í öllum íþróttum, þvert á kyn.

arlaliðið í handbolta varð Evrópubikarmeistari um liðna helgi og körfuboltalið karla varð Íslandsmeistari eftir sigur á Grindavík í oddaleik í kvöld.

„Það er geggjað. Það er mikið að gera hjá Völsurum á vorin, nóg að gerast í körfunni og handboltanum. Þetta var stórkostlegt afrek hjá Óskari Bjarna og strákunum hans, ótrúlega flottir að ná að sækja þennan Evróputitil. Þvílíkt hrós á þá."

„Það er gaman að vera í kringum, og vinna í umhverfi þar sem markmiðið er alltaf að vinna eitthvað."

„Finnur (Freyr Stefánsson, þjálfari karla körfuboltaliðsins), það sem hann er búinn að gera, Ágúst (Jóhannsson, þjálfari kvennaliðsins í handbolta) með stelpurnar í handboltanum. Það er í raun alveg sama hvert þú lítur. Pétur (Pétursson þjálfara kvennaliðsins í fótbolta) hefur náttúrulega gert frábæra hluti. Það er á öllum stöðum þar sem menn hafa gert frábæra hluti. Það sem er svo skemmtilegt og ég held svolítið einstakt við Val, er að Valshjartað slær þvert á allar deildir."


Arnar var spurður út í Íslandsmeistaratitil körfubotlaliðsins.

„Finnur og strákarnir hans voru stórkostlegir í kvöld, létu ekki áfallið að missa Kristófer (Acox) út af á fyrstu mínútu slá sig út af laginu. Þvílíkir fagmenn, svo virkilega verðskuldað." sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner