Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjólfur gjörsamlega óstöðvandi - Markahæstur í deildinni
Brynjólfur Willumsson
Brynjólfur Willumsson
Mynd: EPA
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Willumsson er gjörsamlega óstöðvandi hjá Groningen þessa dagana.

Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri liðsins gegn Heracles í efstu deild í Hollandii í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum.

Hann er markahæstur í deildinni en Groningen er með sex stig eftir fjórar umferðir í 8. sæti. Hann er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í undankeppni HM 2026.

Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði allan leikinn þegar Willem II vann dramatískan sigur gegn Jong Utrecht í næst efstu deild í Hollandi. Sigurmarkið í 2-1 sigri kom á 2. mínútu í uppbótatíma. Helgi Fróði Ingason var ónotaður varamaður í 2-0 tapi Helmond gegn Den Haag.

Willem II er með 6 stig eftir fjórar umferðir í 8. sæti en Helmond er með fjögur stig í 12. sæti.

Ólafur Dan Hjaltason kom inn á seint í fyrri hálfleik þegar Aarhus Fremad fór illa með Álaborg í næst efstu deild í Danmörku og vann 5-1. Nóel Atli Arnórsson spilaði 67 mínútur hjá Álaborg. Jóhannes Kristinn Bjarnason og Ari Leifsson komu inn á undir lokin þegar Kolding gerði markalaust jafntefli gegn Hillerod.

Kolding er í 2. sæti með 14 stig eftir átta umferðir. Aarhus Fremad er með 9 stig í 7. sæti en Álaborg er í 9. sæti með 8 stig.

Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson voru í byrjunarliði AB Kaupmannahafnar sem vann Vendsyssel 3-2 í C-deildinni í Danmörku. AB er í 5. sæti með 9 stig eftir fimm umferðir.

Oliver Stefánsson var ónotaður varamaður þegear Tychy tapaði 2-1 gegn Slask Wroclaw í næst efstu deild í Póllandi. Tychy er með 11 stig í 5. sæti eftir 8 umferðir. Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrri hálfleikinn þegar Hertha Berlin tapaði 2-0 gegn Elversberg í næst efstu deild í Þýskalandi. Hertha er með tvö stig eftir fjórar umferðir.

Logi Hrafn Róbertsson kom inn á undir lokin þegar Istra vann 1-0 gegn Gorica í pólsku deildinni. Danijel Djuric var ónotaður varamaður. Istra er með fimm stig eftir fiimm umferðir í 6. sæti.
Athugasemdir
banner