Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes vill varnarmenn fyrir gluggalok
Mynd: EPA
Mynd: Everton
David Moyes þjálfari Everton segir að liðinu vanti nýja varnarmenn í hópinn vegna meiðslavandræða.

Jarrad Branthwaite, Nathan Patterson, Adam Aznou, Seamus Coleman og Vitalii Mykolenko hafa allir verið að glíma við meiðsli á upphafi tímabils en tveir síðastnefndu varnarmennirnir byrjuðu í 2-0 sigri gegn C-deildarliði Mansfield í enska deildabikarnum í vikunni.

Miðverðirnir James Tarkowski og Michael Keane eru búnir að spila allar mínúturnar í fyrstu leikjum tímabilsins og vill Moyes kaupa nýja varnarmenn, helst einn miðvörð og einn bakvörð, til að breikka hópinn

„Við vildum gefa sem flestum mínútur á upphafi tímabils en ég er bara ekki með neina varnarmenn. Það er mjög takmarkað úrval af varnarmönnum útaf meiðslunum hérna," sagði Moyes, en James Garner og Jake O'Brien hafa spilað sem bakverðir á upphafi tímabils. Garner er miðjumaður að upplagi og O'Brien miðvörður.

„Ég hef þurft að breyta áformum mínum útaf þessum meiðslum. Við erum án Jarrad og höfum verið án Myko á upphafi tímabilsins.

„Við lentum í svipuðum vandræðum undir lok síðustu leiktíðar og höfum verið í vandamálum með varnarlínuna í allt sumar. Það eru nokkrir að koma til baka úr meiðslum en aðrir hafa meiðst í millitíðinni. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera með nóg af liðtækum varnarmönnum í vetur."


   17.08.2025 08:20
Moyes vill þrjá eða fjóra leikmenn fyrir gluggalok

Athugasemdir
banner