Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig um meiðsli Bukayo Saka og Martin Ödegaard á fréttamannafundi í dag.
Arsenal mætir Liverpool í stórleik helgarinnar í enska boltanum á sunnudag. Ljóst er að Saka verður ekki með en Ödegaard hefur ekki æft síðustu daga. Báðir meiddust þeir gegn Leeds á dögunum.
Arsenal mætir Liverpool í stórleik helgarinnar í enska boltanum á sunnudag. Ljóst er að Saka verður ekki með en Ödegaard hefur ekki æft síðustu daga. Báðir meiddust þeir gegn Leeds á dögunum.
„Bukayo er betri en hann verður frá í nokkrar vikur. Hann þarf ekki að fara í aðgerð," sagði Arteta.
„Þetta er ekki alveg eins slæmt og síðustu meiðsli sem hann varð fyrir."
„Martin hefur ekki æft enn og ef hann æfir þá gerist það á morgun. Hann er að gera allt til þess að geta spilað leikinn."
Christian Norgaard, Ben White og Leandro Trossard eru þá allir tæpir fyrir stórleikinn.
Athugasemdir