Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
banner
   fim 28. ágúst 2025 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea og Man Utd ná samkomulagi um Garnacho
Mynd: EPA
Chelsea og Manchester United eru búin að ná samkomulagi um kaupverð fyrir argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho.

Man Utd vildi fá 50 milljónir punda fyrir hann en Chelsea var aðeins reiðubúið til að borga 30 milljónir. Félögin komust því að samkomulagi um 40 milljóna punda kaupverð.

Mikið hefur verið rætt um yfirvofandi félagaskipti Garnacho til Chelsea í sumar og nú hafa félögin loks náð samkomulagi.

Garnacho er fimmti sóknarleikmaðurinn sem kemur til Chelsea í sumar eftir Joao Pedro, Liam Delap, Estevao og Jamie Bynoe-Gittens. Gangi félagaskiptin í gegn verður Chelsea búið að kaupa leikmenn fyrir um 300 milljónir punda í glugganum.

Garnacho verður þar með fjórði dýrasti leikmaður sögunnar til að hafa verið seldur úr herbúðum Rauðu djöflanna og á sama tíma verður hann dýrasti uppaldi leikmaður til að hafa verið seldur frá félaginu.

Garnacho hafnaði samningstilboðum frá ýmsum öðrum félögum þar sem hann var staðráðinn í að skipta yfir til Chelsea í sumar.

Auk þess að fá 40 milljónir punda mun United halda 10% af hagnaði á endursölu leikmannsins.

   27.08.2025 18:30
Chelsea og Man Utd nálgast samkomulag um Garnacho

Athugasemdir
banner
banner