Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfarnir bjóða í markahæsta leikmann belgíska boltans
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves eru í bráðri leit að nýjum sóknarmanni til að styrkja hópinn sinn og eru búnir að leggja fram opinbert tilboð í Tolu Arokodare, markahæsta leikmann efstu deildar í Belgíu á síðustu leiktíð.

Arokodare er 24 ára gamall og skoraði 17 mörk í 30 deildarleikjum með Genk. Hann er nýlega búinn að ryðja sér leið inn í nígeríska landsliðið þrátt fyrir mikla samkeppni um framherjastöðuna þar.

Hann er með tvö ár eftir af samningi sínum við Genk og vill belgíska félagið fá 25 til 30 milljónir evra til að selja leikmanninn. Það er svipuð upphæð og Úlfarnir fá í kassann sinn fyrir söluna á Fábio Silva til Borussia Dortmund.

Arokodare er hugsaður til að veita Jörgen Strand Larsen samkeppni um byrjunarliðssætið í fremstu víglínu, en Strand Larsen vill þessa dagana skipta um félag eftir tilboð frá Newcastle United.

Úlfarnir höfnuðu 60 milljónum punda og segja leikmanninn ekki vera til sölu.

Verði Strand Larsen seldur gætu Úlfarnir þurft að kaupa tvo nýja framherja á lokadögum sumargluggans. Hwang Hee-chan er á mála hjá félaginu en hefur verið orðaður sterklega við brottför, á meðan Sasa Kalajdzic þykir ekki nægilega góður til að berjast um sæti í byrjunarliðinu.

   28.08.2025 11:30
Vill fara en fær ekki að gera það

Athugasemdir
banner