Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 19:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique ekki hrifinn af því að mæta Barcelona
Mynd: EPA
Luis Enrique, stjóri Paris Saint Germain, er ekki spenntur fyrir því að mæta Barcelona í deildakeppni Meistaradeildarinnar.

PSG er ríkjandi Evrópumeistari en liðið heimsækir Barcelona í deildakeppninni í ár.

Enrique lék með Barcelona á sínum tíma og stýrði síðan liðinu frá 2014–2017.

„Það eru jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Það er yndislegt að koma aftur heim. Ég tala frá hjartanu, á sama tíma er það sársaukafult að spila gegn liði sem hjálpaði mér meira en nokkurt annað félag. Ég er ekki ánægður með þennan leik," sagði Enrique.
Athugasemdir