Kostas Tsimikas er búinn að kveðja samherja sína hjá Liverpool en hann er á leið í læknisskoðun hjá Roma.
Vinstri bakvörðurinn verður á láni hjá ítalska félaginu út tímabilið. Það er ekki kaupmöguleiki í samningnum en Roma mun borga launin hans.
Vinstri bakvörðurinn verður á láni hjá ítalska félaginu út tímabilið. Það er ekki kaupmöguleiki í samningnum en Roma mun borga launin hans.
Upphaflega vildi Liverpool selja Tsimikas sem á ekki framtíð undir stjórn Arne Slot.
Hann keypti Milos Kerkez frá Bournemouth í sumar og þá verður Andy Robertson í baráttu við hann um stöðuna.
Athugasemdir