Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 08:41
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Bold 
Römer að yfirgefa KA og halda aftur til Danmerkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bold í Danmörku segir að Marcel Römer sé nálægt því að gera samkomulag við HB Köge og muni því snúa aftur heim til Danmerkur.

Þessi 34 ára miðjumaður hefur leikið 17 leiki fyrir KA í Bestu deildinni í sumar en liðinu hefur gengið vel síðustu vikur og er sem stendur í sjöunda sæti.

KA er í baráttu um að lenda í efri hlutanum en er þó að sama skapi aðeins fimm stigum frá fallsæti.

Römer er fyrrum leikmaður Lyngby en þar lék hann í sex ár áður en hann gekk í raðir KA í apríl.

En vera hans í íslenska boltanum verður ekki mikið lengri ef fréttir Bold reynast réttar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir