Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 2-1 sigur í fyrri leiknum gegn Virtus á Kópavogsvelli þá búast veðbankar við því að Breiðablik fljúgi áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Virtus er frá San Marínó og á seinni leikinn á heimavell í kvöld. Veðbankar hafa þó ekki mikla trú á heimasigri.
Virtus er frá San Marínó og á seinni leikinn á heimavell í kvöld. Veðbankar hafa þó ekki mikla trú á heimasigri.
Lestu um leikinn: Virtus 0 - 0 Breiðablik
Epicbet er með stuðulinn 8,50 á sigur Virtus en 1,35 á að Breiðablik vinni. Jafntefli er síðan með stuðulinn 5,44.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland auk þess sem hann verður í beinni textalýsingu hér á síðunni.
25.08.2025 14:40
„Ég hef aldrei hlegið jafnmikið yfir fótboltaleik"
Rætt var um einvígið í útvarpsþættinum Fótbolti.net og þar var talað um að það yrði skandall ef Breiðablik klárar ekki verkefnið.
„Þetta Virtus lið... ég var að horfa á þetta heima. Ég hef aldrei hlegið jafnmikið yfir fótboltaleik. Leikmaður númer 45 hjá Virtus kann ekki að hlaupa. Ég hugsaði að þetta væri eins og að horfa á Boladeildina út á Leiknisvelli. Svo byrjar þetta og Blikar fá færi, en markvörðurinn ver frábærlega. Ég hugsaði að Blikarnir tækju þetta 5-0 eða 6-0. Svo kemst þetta lið frá San Marínó yfir," sagði Valur Gunnarsson en hann átti ekki orð yfir því að þetta lið hafi komist yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.
„Allan tímann var ég með í hausnum að þetta færi þá 5-1. Heyrðu, þeir spila þá bara sama leik þarna og maður hefur séð í sumar; á þriðja þriðjungi skora þeir bara ekki. Mörkin eru þannig að boltinn fer af varnarmanni og inn og víti sem á ekki að vera vítaspyrna. Þetta er á móti liði sem myndi ekki vinna 2. deildina," sagði Valur jafnframt.
Athugasemdir