Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 11:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Djurgården sagt vera að kaupa Stefán Inga
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið sjóðandi heitur með Sandefjord í Noregi að undanförnu.

Samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð er Djurgården núna að reyna að ganga frá kaupum á honum en Íslendingavaktin vakti athygli á þessu.

Smålandsposten segir Djurgården vera nálægt því að kaupa Stefán Inga fyrir um 20 milljónir sænskra króna sem eru um 260 milljónir íslenskra króna.

Stefán Ingi, sem er uppalinn í Breiðabliki, hefur skorað ellefu mörk í 15 leikjum í norsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á fréttamannafundi í gær að Stefán Ingi hefði verið nálægt hópnum sem var valinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM.

Djurgården er eitt stærsta félagið í Svíþjóð en einn af leikmönnum félagsins er Mikael Neville Anderson.
Athugasemdir
banner