Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með samkomulag um Stefán Inga en samt óvíst hvað gerist
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Djurgården og Sandefjord eru sögð vera með samkomulag um félagaskipti sóknarmannsins Stefáns Inga Sigurðarson, en það er óvíst hvort þau gangi í gegn.

TV2 í Noregi segir að félögin hafi rætt mikið saman í gær og komist að samkomulagi.

Það er hins vegar óvíst hvað gerist þar sem þetta veltur allt á því hvort August Priske verði seldur frá Djurgården.

Red Bull Salzburg er að vinna í því að kaupa Priske en það á enn eftir að staðfesta að það muni gerast.

Ef hann er ekki seldur, þá verður Stefán Ingi ekki leikmaður Djurgården samkvæmt TV2.

Félagaskiptaglugginn í Svíþjóð lokar í kvöld og þetta ræðst því allt saman í dag.
Athugasemdir
banner