Shakhtar þurfti framlengingu
Síðustu leikjum kvöldsins var að ljúka í Sambandsdeildinni þar sem Mainz tók Rosenborg í kennslustund eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Noregi.
Þjóðverjarnir í Mainz tóku forystuna í fyrri hálfleik en gestunum í liði Rosenborg tókst að jafna skömmu síðar.
Gleði gestanna lifði þó ekki lengi því Mainz náði að bæta tveimur mörkum við fyrir leikhlé og staðan þá orðin 3-1. Nadiem Amiri setti fjórða og síðasta mark heimamanna í síðari hálfleik til að tryggja sigurinn.
Mainz spilar því í Sambandsdeildinni í haust á meðan Rosenborg er dottið úr leik í Evrópu.
Shakhtar Donetsk tryggði sér einnig þátttöku í Sambandsdeildinni með sigri gegn Servette í Sviss eftir framlengdan leik.
Kevin, sem er eftirsóttur af Fulham, skoraði úr vítaspyrnu í sigrinum.
Legia Varsjá og Shamrock Rovers komust að lokum í deildarkeppnina. Legia lagði Hibernian frá Skotlandi að velli eftir framlengingu á meðan Shamrock hafði afar óvænt betur gegn Santa Clara frá Portúgal.
Mainz 4 - 1 Rosenborg (5-3)
1-0 Stefan Bell ('28 )
1-1 Dino Islamovic ('33 )
2-1 Lee Jae Sung ('43 )
3-1 Nelson Weiper ('44 )
4-1 Nadiem Amiri ('57 )
Servette 1 - 2 Shakhtar Donetsk (2-3)
1-0 Lilian Njoh ('52 )
1-1 Kevin ('70 , víti)
1-2 Kaua Elias ('113 )
Legia 3 - 3 Hibernian (5-4)
1-0 Vahan Bichakhchyan ('13 )
1-1 Rocky Bushiri ('50 )
1-2 Martin Boyle ('59 )
1-3 Miguel Chaiwa ('61 )
2-3 Juergen Elitim ('90 )
3-3 Mileta Rajovic ('98 )
Rautt spjald: Jan Zolkowski, Legia ('115)
Shamrock 0 - 0 Santa Clara (2-1)
Athugasemdir