Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar spilaður fyrr um daginn
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður í Búdapest.
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður í Búdapest.
Mynd: EPA
UEFA hefur tilkynnt að frá og með þessu tímabili hefjist úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þremur tímum fyrr en hefur verið.

Leikið verður áfram á laugardegi en úrslitaleikurinn þetta tímabilið verður 30. maí 2026 og spilaður á Puskas Arena í Búdapest.

Leikurinn mun hefjast klukkan 16 að íslenskum tíma en ekki klukkan 19.

Í yfirlýsingu UEFA er sagt að þetta komi til með að auka leikdagsupplifun áhorfenda og vera hentugra fyrir stuðningsmennina, liðin og borgirnar sem hýsa leikina.

Þá er þessi leiktími fjölskylduvænni og nær til fleiri einstaklinga þegar kemur góðri tímasetningu á sjónvarpsútsendingu.
Athugasemdir
banner
banner