Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland ætlar að vera með á „stærstu íþróttahátíð í sögu mannkyns"
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í byrjun næsta mánaðar hefst undankeppnin fyrir HM á næsta ári sem verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Ísland er í undanriðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan. Fyrsti leikurinn er heima á móti Aserum núna 5. september og þar er ótrúlega mikilvægt að byrja á sigri.

Markmiðið er auðvitað að vera með í þessari veislu á næsta ári.

„Þetta er stærsta íþróttahátíð í sögu mannkyns," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net í gær.

„HM 2026 verður stærsta íþróttahátíðin. Auðvitað viltu sem alvöru íþróttamaður og alvöru þjálfari vera þátttakandi í því. Það mun mikið gerast í þessum leikjum og þannig viljum við hafa það. Við ætlum að kýla á þetta."

„Verðum við lúserar ef við komumst ekki á mótið? Nei, þá verður það bara hluti af einhverri annarri vegferð. En við ætlum svo sannarlega að kýla á þetta," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Athugasemdir
banner
banner