Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Strax komnar efasemdir um Ten Hag
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi eru strax byrjaðar að myndast efasemdir um Erik ten Hag hjá Bayer Leverkusen.

Ten Hag tók við Leverkusen í sumar eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United seint á síðasta ári.

Leverkusen spilaði illa gegn Großaspach í þýska bikarnum og tapaði svo gegn Hoffenheim á heimavelli í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Greint er frá því hjá Kicker að innanbúðar hafa menn hjá Leverkusen strax áhyggjur af Ten Hag. Það hafi skapað mikinn óróa að það hafi ekki verið nein skýr merki um það hvað liðið hans stendur fyrir í leiknum gegn Hoffenheim.

Pressan var léleg í leiknum, nánast ekki til, og þá hefur það verið gagnrýnt hvernig undirbúningnum var háttað, hvernig ræða hans var fyrir leik og hvernig tilfærslur hans voru í leiknum.

Liðið þarf að gera talsvert betur gegn Werder Bremen og það eru ekki bara úrslitin sem skipta máli, frammistaðan þarf að vera öflug. Annars verða efasemdaraddirnar hærri.
Athugasemdir