HK með annan fótinn í Bestu deildinni

Það fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem KR og HK skoruðu 7 mörk í stórsigrum.
KR 7 - 2 Haukar
0-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('10 )
1-1 Kara Guðmundsdóttir ('21 )
1-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('39 )
2-2 Lina Berrah ('46 )
3-2 Lina Berrah ('56 )
4-2 Lina Berrah ('58 )
5-2 Katla Guðmundsdóttir ('74 )
6-2 Lina Berrah ('80 )
7-2 Makayla Soll ('83 )
Lestu um leikinn: KR 7 - 2 Haukar
KR lenti tvívegis undir á heimavelli gegn Haukum og var staðan 1-2 fyrir gestina í hálfleik en KR-ingar skiptu um gír og tóku algjörlega yfir leikinn í seinni hálfleik.
Lina Berrah fór þar á kostum og skoraði þrennu á fyrstu 13 mínútunum í síðari hálfleik. Lina skoraði að lokum fernu og hjálpaði KR að innsigla ótrúlegan 7-2 sigur.
Bæði KR og Haukar sigla lygnan sjó í Lengjudeildinni og munu mætast aftur á næsta ári.
HK 7 - 1 Fylkir
1-0 Emilía Lind Atladóttir ('32 )
2-0 Loma McNeese ('42 )
3-0 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('48 )
4-0 Elísa Birta Káradóttir ('54 )
5-0 Natalie Sarah Wilson ('70 )
6-0 Karlotta Björk Andradóttir ('83 )
7-0 Elísa Birta Káradóttir ('90 )
7-1 Birna Kristín Eiríksdóttir ('90 )
Elísa Birta Káradóttir var þá atkvæðamest í stórsigri HK gegn Fylki með tvennu en aðrir leikmenn liðsins skiptu mörkunum systurlega á milli sín.
HK er í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar og gæti spilað úrslitaleik við Grindavík/Njarðvík í lokaumferðinni.
Fimm stig skilja liðin að, en sameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur á leik til góða gegn Keflavík um helgina.
Afturelding 0 - 1 Grótta
0-1 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir ('63 , Sjálfsmark)
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 Grótta
Grótta er í þriðja sæti sem stendur eftir sigur á útivelli gegn Aftureldingu. Viðureignin var nokkuð jöfn í Mosfellsbæ en Seltirningar höfðu betur þökk sé sjálfsmarki.
Grótta er aðeins þremur stigum á eftir HK en hefur enga möguleika á að stela öðru sætinu vegna slakrar markatölu.
Afturelding er aftur á móti löngu fallin úr deildinni og vermir neðsta sætið, með 6 stig eftir 17 umferðir.
ÍBV 4 - 1 ÍA
0-1 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('17 )
1-1 Allison Grace Lowrey ('25 )
2-1 Olga Sevcova ('39 )
3-1 Olga Sevcova ('51 )
4-1 Viktorija Zaicikova ('79 )
Lestu um leikinn: ÍBV 4 - 1 ÍA
Lengjudeildarmeistarar ÍBV sigruðu að lokum þægilega 4-1 gegn ÍA.
Skagakonur tóku forystuna í fyrri hálfleik en Allison Lowrey og Olga Sevcova snéru stöðunni við.
ÍBV er langbesta liðið í Lengjudeildinni í ár, með 46 stig eftir 17 umferðir. Eyjakonur hafa tapað einu sinni og gert eitt jafntefli í deildinni í sumar.
ÍA siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar.
Athugasemdir