Trent Alexander-Arnold, leikmaður Real Madrid, er ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir leiki gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM í komandi mánuði.
Trent skipti frá Liverpool til Real Madrid en var á bekknum þegar spænska stórliðið vann 3-0 sigur gegn Real Oviedo síðasta sunnudag.
Trent skipti frá Liverpool til Real Madrid en var á bekknum þegar spænska stórliðið vann 3-0 sigur gegn Real Oviedo síðasta sunnudag.
Elliot Anderson miðjumaður Nottingham Forest og Djed Spence bakvörður Tottenham eru valdir í fyrsta sinn. Ekki er pláss fyrir Jack Grealish sem fór á kostum með Everton gegn Brighton um síðustu helgi.
Marcus Rashford, Adam Wharton og Jordan Henderson eru meðal manna í hópnum. Það er hinsvegar ekki pláss fyrir Kyle Walker eða Ivan Toney.
Jude Bellingham, Bukayo Saka, Cole Palmer og Levi Colwill eru ekki tiltækir vegna meiðsla. England hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni HM.
Enski hópurinn:
Markverðir: Jordan Pickford, James Trafford, Dean Henderson
Varnarmenn: Reece James, Marc Guehi, John Stones, Dan Burn, Ezri Konsa, Myles Lewis-Skelly, Tino Livramento, Djed Spence
Miðjumenn: Elliot Anderson, Morgan Gibbs-White, Jordan Henderson, Adam Wharton, Morgan Rogers, Declan Rice
Sóknarmenn: Harry Kane, Eberechi Eze, Jarrod Bowen, Anthony Gordon, Noni Madueke, Marcus Rashford, Ollie Watkins
Your 24 #ThreeLions players for September camp! ????
— England (@England) August 29, 2025
Athugasemdir