Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tómas Guðmunds spáir í 20. umferð Lengjudeildarinnar
Tómas Guðmundsson.
Tómas Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindra Snæs Magnússonar slagurinn er í kvöld.
Sindra Snæs Magnússonar slagurinn er í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Selfoss að stríða Þórsurum?
Nær Selfoss að stríða Þórsurum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur spenna í Lengjudeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Í kvöld fer 20. umferðin af stað en það eru nokkur lið með draum um að fara beint upp í fyrsta sæti.

Víkingurinn Tómas Guðmundsson fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan. Hann fór á sínum tíma tvisvar með Víkingum upp úr Lengjudeildinni.

Fjölnir 2 - 2 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Föstudagskvöld í Egilshöll hljómar ekkert eðlilega vel. Þetta er síðasti séns fyrir Hjölla Tóta og félaga sem tekur stigið og leyfir sér síðan einn góðan hleif með laugardagskaffinu.

ÍR 1 - 1 Keflavík (18:00 í kvöld)
Sindra Snæs Magnússonar slagurinn. Svona dæmigerður leikur þar sem liðin skiptast á að þreifa af hvort öðru. Eitt eða tvö rauð kort í þessu líka þar sem Sindri mun spila stóra rullu í.

Njarðvík 3 - 1 Leiknir R. (18:00 í kvöld)
Njarðvíkingar leyfa sér að dreyma aðeins lengur.

HK 3 - 3 Fylkir (18:00 í kvöld)
Skemmtikraftarnir í HK halda áfram að gleðja. Fylkismenn taka stigið sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður úr pokanum góða.

Völsungur 4 - 4 Grindavík (14:00 á morgun)
Þetta er overs. Jafnvel late overs fyrir áhugasama.

Selfoss 2 - 1 Þór (16:00 á morgun)
Selfyssingar hafa ekki sungið sitt síðasta. Með fallegastu auglýsingu sem ég hef séð framan á treyjunni, kemur GODO prinsinn Eysteinn Sverrisson brokkandi upp vinstri kantinn óvænt með 2 rugluð mörk í 2-1 sigri heimamanna.

Fyrri spámenn:
Hrannar Björn (5 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Galdur Guðmunds (3 réttir)
Magnús Þór (3 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Amin Cosic (2 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Gummi Magg (1 réttur)
Viktor Freyr (1 réttur)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í deildinni eins og hún er núna.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir
banner
banner