Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Savinho fer ekki fet
Mynd: EPA
Brasilíski vængmaðurinn Savinho fer ekki frá Manchester City fyrir gluggalok en þetta segir ítalski fótboltasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Tottenham Hotspur er það félag sem hefur reynt hvað mest að sannfæra Man City um að selja hann í þessum mánuði.

Samkvæmt Romano hefur Man City lokað á þann möguleika að hann fari þó það komi 60 milljóna punda tilboð í hann.

Savinho verður áfram hjá Man City og því fær engu breytt, en þetta þýðir að enska félagið muni ekki reyna að fá Rodrygo frá Real Madrid.

Man City er eitt af þremur úrvalsdeildarfélögum sem hafa sýnt Rodrygo áhuga ásamt Arsenal og Liverpool.

Liverpool gæti reynt við Rodrygo en þó aðeins ef því tekst ekki að fá Alexander Isak frá Newcastle.
Athugasemdir
banner