Jamie Vardy er að færast nær því að ganga til liðs við nýtt félag. Cremonese virðist vera að landa þessum mikla reynslubolta.
Samkvæmt Sky Sports miðar viðræðum vel áfram og Vardy er sagður spenntur fyrir þessu.
Cremonese lítur á Vardy sem öflugan markaskorara með mikla reynslu en hann er líka stór prófíll sem getur lyft félaginu upp utan vallar.
Cremonese byrjaði mjög vel á nýju tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni, þeir tóku AC Milan 2-1.
Hinn 38 ára gamli Vardy varð samningslaus í sumar eftir að hafa verið hjá Leicester City síðastliðin 13 ár. Það hefur verið talsverður áhugi á honum en núna virðist Ítalía vera líklegasti áfangastaðurinn.
Athugasemdir