Íslandsmeistarar Breiðabliks geta í kvöld verið annað liðið í sögu íslenska boltans til að komast í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Blikar heimsækja Virtus til San Marinó með 2-1 forystu og þurfa nú að leggja allt í að klára dæmið.
Blikar heimsækja Virtus til San Marinó með 2-1 forystu og þurfa nú að leggja allt í að klára dæmið.
Dómari leiksins er hinn 36 ára Mykola Balakin frá Kænugarði í Úkraínu. Hann hefur verið að klifra upp listann hjá UEFA og dæmdi þrjá leiki í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Dómari: Mykola Balakin UKR
Aðstoðardómari 1: Oleksandr Berkut UKR
Aðstoðardómari 2: Viktor Matyash UKR
Fjórði dómari: Denys Shurman UKR
VAR dómari: Oleksiy Derevins'kyy UKR
Aðstoðar VAR dómari:Dmytro Panchyshyn UKR
Athugasemdir