Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brentford að bæta félagaskiptamet sitt aftur?
Max Beier í leik með Dortmund.
Max Beier í leik með Dortmund.
Mynd: EPA
Brentford hefur gert 45 milljón punda tilboð í Max Beier, leikmann Dortmund.

Brentford gerði Dango Ouattara að dýrasta leikmanni í sögu félagsins fyrir tveimur vikum síðan en hann kostaði 42,5 milljónir punda.

Núna er Brentford mögulega að fara að brjóta félagaskiptamet sitt aftur.

Félagið hefur gert þetta stóra tilboð í Baier og núna er bara spurning hvort Dortmund muni samþykkja tilboðið.

Beier er 22 ára gamall framherji sem skoraði tíu mörk í 46 leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð. Hann á fjóra landsleiki að baki fyrir Þýskaland.
Athugasemdir
banner