Inter MIami 3 - 1 Orlando City
0-1 Marco Pasalic ('45+1)
1-1 Lionel Messi ('77, víti)
2-1 Lionel Messi ('88)
3-1 Telasco Segovia ('91)
0-1 Marco Pasalic ('45+1)
1-1 Lionel Messi ('77, víti)
2-1 Lionel Messi ('88)
3-1 Telasco Segovia ('91)
Inter Miami spilaði við Orlando City í undanúrslitum bandaríska deildabikarsins síðustu nótt.
Dagur Dan Þórhallsson sat á bekknum hjá Orlando og horfði á liðsfélaga sinn Luis Muriel leggja upp opnunarmarkið fyrir Marco Pasalic.
Orlando leiddi 0-1 í leikhlé og hélt forystunni þar til á 77. mínútu þegar David Brekalo fékk að líta seinna gula spjaldið sitt og Inter fékk dæmda vítaspyrnu.
Lionel Messi skoraði af vítapunktinum til að jafna metin og tók forystuna svo tíu mínútum síðar eftir undirbúning frá Jordi Alba.
Telasco Segovia innsiglaði loks sigurinn í uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Luis Suárez. Lokatölur 3-1 og mun Inter mæta Seattle Sounders í úrslitaleik deildabikarsins.
Seattle komst í úrslitaleik eftir sigur gegn Marco Reus og félögum í spennandi liði Los Angeles Galaxy. Þar má einnig finna varnarmennina Maya Yoshida og Zanka sem léku í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir