Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 09:25
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - 11:00 Logi kemur til Íslands og mætir Blikum
Mynd: EPA
Dregið verður í deildarkeppnir Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í Mónakó.

Athöfnin hefst klukkan 11:00. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í Sambandsdeildina, sömu deild og Víkingur lék í á síðasta tímabili.

Drátturinn verður sýndur beint á heimasíðu UEFA

Við fylgjumst með í beinni textalýsingu hverjir mótherjar Breiðabliks verða í Sambandsdeildinni.

36 lið eru í Sambandsdeildinni og er þeim skipt upp í sex styrkleikaflokka. Breiðablik er í fimmta styrkleikaflokki.

Blikar munu svo mæta einu liði úr hverjum flokki, alls sex leikir og þrír af þeim verða spilaðir hér á landi.
11:55
Andstæðingar Breiðabliks:
Shamrock Rovers (heima)
Shakhtar Donetsk (úti)
KuPS (heima)
Strasbourg (úti)
Samsunspor (heima)
Lausanne-Sport (úti)

Eyða Breyta
11:54
Mótherjar Fiorentina


Eyða Breyta
11:53
Leikir Crystal Palace í Sambandsdeildinni:
Crystal Palace spilar gegn AZ Alkmaar, Kups Kuopio og AEK Larnaca á heimavelli - Dynamo Kiev, Strasbourg og Shelbourne úti.

Eyða Breyta
11:52
Að lokum hjá Blikum: útileikur gegn Lausanne frá Sviss


Eyða Breyta
11:51
Logi Tómasson til Íslands - Samsunspor frá Tyrklandi heimsækir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hver man eftir því þegar Dóri Árna féll á hlaupabrautinni eftir viðskipti við Loga?

Eyða Breyta
11:49
Breiðablik fær heimaleik gegn KuPS frá Finnlandi


Eyða Breyta
11:48
Shamrock Rovers og Strasbourg mæta einnig Blikum
Blikar fá heimaleik gegn Shamrock og útileik gegn Strasbourg.

Eyða Breyta
11:47
Shaktar spilar heimaleikina í Kraká - Blikar fara því til Póllands
Já Google frændi fræddi mig um þetta.

Eyða Breyta
11:45
Þá er ljóst að Breiðablik mun ekki mæta Crystal Palace eða Fiorentina.

Eyða Breyta
11:44
Shaktar Donetsk meðal mótherja Breiðabliks
Shaktar fær skráðan heimaleik en það verður hinsvegar ólíklega spilað í Úkraínu.

Eyða Breyta
11:40
Hazard með gullkorn
Eden Hazard með skilaboð til yngri kynslóðarinnar: "Þau vilja vera eins og ég en þau geta það ekki. Þau geta samt reynt." - Vantar ekki sjálfstraustið í okkar besta mann!

Eyða Breyta
11:39
Einbeitum okkur að Breiðabliki
Eden Hazard er mættur á svið, við munum algjörlega einbeita okkur að Breiðabliki núna og tökum svo saman aðra áhugaverða mola þegar drættinum er lokið.

Eyða Breyta
11:35
En skoðum fyrst mótherja Malmö


Eyða Breyta
11:34
Þá skiptum við yfir í grænt, komið að Sambandsdeildinni!
Mynd: EPA



Eyða Breyta
11:32
Þetta eru leikirnir hjá Brann
Freyr Alexandersson hefði mætt Jose Mourinho ef sá portúgalski hefði ekki verið rekinn í morgun!

Heimaleikir Brann: Rangers, Fenerbache, Midtjylland, Utrecht.

Útileikir Brann: Lille, PAOK, Sturm Graz, Bologna

Eyða Breyta
11:28
Íslendingalið Malmö meðal mótherja Nottingham Forest
Nottingham Forest mun mæta Porto, Real Betis, Ferencvaros, Braga, Midtjylland, Sturm Graz, Malmö and Utrecht.

Eyða Breyta
11:27
Aston Villa mun mæta þessum liðum
Aston Villa spilar gegn Salzburg, Feyenoord, Maccabi Tel-Aviv, Fenerbahce, Young Boys, Basel, Bologna og Go Ahead Eagles.

Eyða Breyta
11:26
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille munu meðal annars mæta Íslendingaliði Brann



Eyða Breyta
11:21
Rangers mun heimsækja Brann
Mynd: Brann

Freyr Alexandersson mun meðal annars taka á móti Rangers frá Glasgow. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson spila með Brann.

Eyða Breyta
11:21
Midtjylland meðal liða sem mæta Roma
Mynd: EPA

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er meðal leikmanna Midtjylland.

Eyða Breyta
11:20
Við setjum nú ekki allar viðureignar inn í þessa lýsingu
En látum ykkur vita af öllu því áhugaverðasta.

Eyða Breyta
11:19
Marchetti: Allt er klárt!
Það verður byrjað að draga í Evrópudeildina. Gervigreindin sér að mestu um að draga en Klinsmann fær að ýta á "töfrahnapp" sem setur allt af stað.

Eyða Breyta
11:16
Luis Figo elskar töframenn
Myndavélin fer út í salinn þar sem Luis Figo brosir sínu breiðasta. Er ekki eðlilega ánægður með töframanninn sem lét kúlur hverfa og allskonar trikk. Þetta var hressandi. Vonandi eru töframenn komnir til að vera á athöfnum sem þessum.

Eyða Breyta
11:14
Töframaður á sviðinu! Jessss!
Já UEFA ekkert að spara það og það er töframaður á sviðinu að leika listir sínar með kúlurnar. Þetta fellur vel í kramið hjá gestum sem skemmta sér konunglega. UEFA kann að halda svona viðburði!

Eyða Breyta
11:12
Byrjað á Evrópudeildinni
Það verður byrjað að draga í Evrópudeildina svo það er ljóst að það verður einhver bið fyrir Hilmar Jökul, Arnar Laufdal og fleiri stuðningsmenn Breiðabliks.

Eyða Breyta
11:11
Breiðablik gæti mætt Palace
Vegna áreksturs í eigendamálum þá eru bikarmeistarar Crystal Palace í Sambandsdeildinni, þeir voru felldir úr Evrópudeildinni og Nottingham Forest tók þeirra sæti þar í staðinn.

Eins og lesendur vita flestir þá er búið að leggja niður riðlakeppnina í Evrópukeppnum UEFA og nú er deildarkeppni þar sem öll liðin raðast saman á eina töflu.

Eyða Breyta
11:09
Hazard mættur! Listamaður með boltann


Eyða Breyta
11:06
Athöfnin ætti að standa yfir í klukkutíma
Svona miðað við hvernig þetta var í Meistaradeildardrættinum í dag. Nú er Marchetti mættur á svið til að kynna fyrirkomulagið. Við treystum á að okkar lesendur séu búnir að læra grunnatriðin!

Eyða Breyta
11:05
Klinsmann heiðursgestur
Athöfnin er farin af stað og það er þýska goðsögnin Jürgen Klinsmann sem er sérstakur heiðursgestur. Hann er kallaður á svið og kynnarnir spjalla við hann, meðal annars um veðrið í Mónakó sem er prýðisgott.

Eyða Breyta
11:03
Hvar verða úrslitaleikirnir þetta tímabilið?
Mynd: EPA

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar þetta tímabilið verður á heimavelli Besiktas í Istanbúl. Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar verður hinsvegar í Leipzig í Þýskalandi.

Eyða Breyta
11:00
Stefið ómar og sólin skín!
Athöfnin að fara í gang! En ekki vera of spennt. UEFA elskaaaar að teygja lopann og það verða örugglega tónlistaratriði, myndbönd, verðlaunaafhendingar og húllumhæ áður en það kemur að sjálfum drættinum.



Eyða Breyta
10:48
Veislustjórinn Marchetti
Mynd: EPA

Að vanda er það Giorgio Marchetti sem heldur utan um sýninguna, veislustjóri (master of ceremonies) hjá UEFA. Marchetti er bestur í Evrópu að draga og á löngum og einstaklega farsælum ferli hans hefur dráttur aðeins einu sinni mistekist. Reyndar er dráttur dagsins að mestu tölvustýrður en Marchetti sér til þess að allt fari fullkomlega fram.

Eyða Breyta
10:26
Blikarnir unnu báða leikina gegn Virtus
Þrátt fyrir gagnrýni fyrir spilamennskuna í fyrri leiknum gegn Virtus frá San Marínó þá kláraði Breiðablik þetta verkefni með tveimur sigrum og er á leið í Sambandsdeildina. Yngstu leikmenn Breiðabliks eru að sjálfsögðu gríðarlega spenntir fyrir því sem framundan er.

Mynd: Instagram/asgeirhelgiii

   28.08.2025 21:02
Sambandsdeildin: Þægilegt fyrir Breiðablik


Eyða Breyta
09:30
Fyrirkomulag Sambandsdeildarinnar
Sama fyrirkomulag og þegar Víkingur lék í keppninni á síðasta tímabili og fór í umspilið. Liðin keppa öll í sömu deildartöflu þar sem átta efstu liðin fara beint í 16-liða úrslit en næstu sextán lið fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Deildarkeppnin hefst 2. október og stendur til 18. desember.

Eyða Breyta
09:30
Hverjir verða mótherjar Breiðabliks?
Mynd: Football Rankings

Aðalmálið í þessari lýsingu snýr að Breiðabliki sem er í Sambandsdeildinni. Ítalska liðið Fiorentina, ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace og þýska úrvalsdeildarliðið Mainz eru meðal liða sem gætu orðið mótherjar Breiðabliks. Spennandi að sjá hvað kemur upp!

Það má svo finna aðra Íslendinga í keppninni; Al­bert Guðmunds­son er hjá Fiorentina, Gísli Gottskálk Þórðarson er hjá Lech Pozn­an, Logi Tómasson er hjá Sam­s­un­spor og Kjart­an Már Kjart­ans­son hjá Aberdeen.

Eyða Breyta
09:30
Liðin sem eru í Evrópudeildinni
Mynd: Football Rankings

Hákon Arnar Haraldsson er hjá Lille, Arnór Sigurðsson og Daní­el Trist­an Guðjohnsen eru hjá Malmö, Elías Rafn Ólafs­son hjá Midtjylland, Sverrir Ingi Ingason er hjá Pan­athinai­kos, Rúnar Alex Rúnarsson hjá FCK og Kol­beinn Birg­ir Finns­son hjá Utrecht. Þá spila Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson fyrir Brann en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Eyða Breyta
09:30
Í gær var dregið í Meistaradeildina við hátíðlega athöfn
   28.08.2025 17:07
Meistaradeildin: Liverpool og Man City munu leika gegn Real Madrid


Eyða Breyta
09:30
Góðan og gleðilegan daginn!
Velkomin með okkur í beina lýsingu frá drættinum í Evrópudeildina og Sambandsdeildina. Í fyrsta sinn verður dregið í báðar keppnirnar í sömu athöfn en hún hefst klukkan 11:00 í Mónakó.

Drátturinn verður sýndur beint á heimasíðu UEFA

Eyða Breyta
Athugasemdir