Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nkunku loksins að yfirgefa Chelsea
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: Leiknir
Christopher Nkunku er loksins að yfirgefa Chelsea en hann er að ganga í raðir ítalska félagsins AC Milan.

Þessi skipti eru að ganga hratt fyrir sig en Nkunku hefur síðustu vikur mest verið orðaður við RB Leipzig og Bayern München.

Hann hefur ekki mikið verið bendlaður við Milan en núna er það að ganga eftir. Fabrizio Romano er búinn að setja 'here we go' á þessi skipti.

Kaupverðið er um 35 milljónir evra og mun Nkunku skrifa undir fimm ára samning.

Það var mikil spenna fyrir því þegar Nkunku gekk í raðir Chelsea sumarið 2023 en þetta ekki upp hjá honum, bara engan veginn. Hann hefur í raun verið orðaður annað allan sinn tíma hjá Lundúnafélaginu og núna er hann loksins að fara.
Athugasemdir