
Amandine Miquel, þjálfari kvennaliðs Leicester, hefur fengið sparkið frá félaginu aðeins ellefu dögum fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir er á mála hjá Leicester og var Miquel þjálfarinn sem fékk hana til Leicester frá Kristianstad í Svíþjóð.
Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir er á mála hjá Leicester og var Miquel þjálfarinn sem fékk hana til Leicester frá Kristianstad í Svíþjóð.
Undir stjórn Miquel endaði Leicester í tíunda sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili en hún stýrði liðinu bara í eitt tímabil.
Aðstoðarþjálfarinn var einnig látinn fara en talið er að brottreksturinn tengist ósætti á milli Miguel og stjórnar Leicester vegna innkaupastefnu félagsins.
Hlín er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með Leicester.
Athugasemdir