Stefán Ingi Sigurðarson æfði ekki með Sandefjord í dag en hann er líklega á förum frá félaginu.
Sænska félagið Djurgården er að reyna að kaupa hann og þá er einnig áhugi á honum frá Póllandi og Hollandi samkvæmt Orra Rafni Sigurðarsyni, fyrrum fréttamanni Fótbolta.net. Lech Poznan er pólska félagið sem hefur áhuga á honum.
Sænska félagið Djurgården er að reyna að kaupa hann og þá er einnig áhugi á honum frá Póllandi og Hollandi samkvæmt Orra Rafni Sigurðarsyni, fyrrum fréttamanni Fótbolta.net. Lech Poznan er pólska félagið sem hefur áhuga á honum.
„Belgískir klúbbar hafa hætt við vegna kaupverðsins sem er 400 milljónir," skrifaði Orri Rafn á samfélagsmiðilinn X en þetta rímar við orð Matteus Bårdsen, yfirmanns fótboltamála hjá Sandefjord, í samtali við TV2.
„Það sem ég get sagt er að við seljum ekki ódýrt lengur. Fólk heldur að það geti fengið allt svo andskoti ódýrt frá okkur. Sá tími er liðinn," sagði Bårdsen.
„Fjárhagsstaða okkar er heilbrigð og góð. Við þurfum ekki að selja eitt né neitt."
Það eru þó miklar líkur á því að Stefán Ingi, sem hefur verið sjóðandi heitur í Noregi, yfirgefi félagið á næstunni.
Það var formlegu tilboði í Stefán Inga Sigurðarson hafnað.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 28, 2025
Djurgården er með samkeppni frá bæði Póllandi og Hollandi.
Belgískir klúbbar hafa hætt við vegna kaupverðsins sem er 400 milljónir????????.
Það eru önnur tilboð á leiðinni í dag. https://t.co/y4fOrRxvGR pic.twitter.com/3KddmACbN6
Athugasemdir