
Hinn 19 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum í fyrsta sinn fyrir leiki gegn Aserbaídsjan og Frakklandi í undankeppni HM.
Hópurinn var tilkynntur í gær en Daníel Tristan er í hópnum ásamt bróður sínum, Andra Lucasi.
Hópurinn var tilkynntur í gær en Daníel Tristan er í hópnum ásamt bróður sínum, Andra Lucasi.
Daníel Tristan fór upp í gegnum akademíu Barcelona og Real Madrid en hann er í dag á mála hjá sænska stórliðinu Malmö. Þar hefur hann verið að fá gott hlutverk á þessu tímabili.
„Þeir eru líkir en samt ólíkir leikmenn líka," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fótbolta.net í gær er hann var spurður út í Daníel Tristan og Andra Lucas.
Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, eins farsælasta fótboltamanns í sögu Íslands.
„Það er 'swagger' í Daníel, þú tekur strax eftir honum á vellinum. Það er ekki bara holningin á honum, hversu hávaxinn er eða hversu góður hann er í fótbolta - það er einhver 'Gudjohnsen swagger' í honum. Íslenska þjóðin veit alveg hvað ég er að tala um þegar ég segi þetta."
Það verður spennandi að sjá Daníel Tristan taka fyrstu skrefin með landsliðinu.
Athugasemdir