Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Botafogo vill meiri pening fyrir brasilíska fótboltamann ársins
Mynd: EPA
Mynd: West Ham
Eins og greint hefur verið frá síðustu daga eru stjórnendur West Ham ekki sérlega ánægðir með slaka byrjun Mads Hermansen á milli stanganna undir stjórn Graham Potter.

Potter vildi ólmur kaupa Hermansen úr röðum Leicester City í sumar en félagið er smeykt um að það hafi verið mistök. Því vilja stjórnendur kaupa inn John Victor úr röðum brasilíska stórveldisins Botafogo.

John Victor var valinn sem brasilíski leikmaður ársins á síðustu leiktíð í heimalandinu, en hann er 29 ára gamall og fullur sjálfstrausts eftir frábært tímabil.

Victor hafði verið varamarkvörður nánast allan ferilinn þar til hann var fenginn yfir til Botafogo. Þar hefur hann skinið skært og hélt til að mynda hreinu gegn PSG á HM félagsliða. Hann er einn af sex markvörðum sem tókst að halda hreinu gegn PSG á síðustu leiktíð.

West Ham er að reyna að fá Victor til sín á lánssamningi með kaupmöguleika og er í viðræðum við Botafogo um kaupverð fyrir markvörðinn.

Hamrarnir vilja borga 6 milljónir punda til að kaupa hann, en Botafogo er sagt vilja fá minnst 10 milljónir fyrir.

John Victor er fullur sjálfstrausts og býst við því að taka stöðu aðalmarkmanns hjá Hömrunum ef hann verður lánaður þangað. Hann er mjög spenntur að reyna fyrir sér í enska boltanum og vonast til að félögin komist að samkomulagi.

   27.08.2025 09:00
Kemur annar markvörður til West Ham í sumar?

Athugasemdir
banner