Crystal Palace er að reyna að kaupa tvo varnarmenn áður en félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku.
Á meðan er Marc Guehi mögulega á förum frá félaginu en hann er sterklega orðaður við Liverpool.
Englandsmeistararnir hafa áhuga á því að kaupa hann fyrir 35 milljónir punda, en til þess að það gangi eftir þarf Palace að finna menn í staðinn.
Guehi á eitt ár eftir af samningi sínum við Palace og ætlar ekki að krota undir nýjan samning.
Jaydee Canvot, 19 ára miðvörður Toulouse í Frakklandi, er á óskalista Palace. Félagið hefur einnig spurst fyrir um Manuel Akanji hjá Manchester City og Evan Ndicka hjá Roma er einnig á óskalistanum.
Ousmane Diomande hjá Sporting var efstur á óskalista Palace en félagið hefur ekki efni á honum.
Athugasemdir