Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 09:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Amorim segja af sér?
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Gærkvöldið var vægast sagt erfitt fyrir Manchester United sem féll úr deildabikarnum gegn Grimsby sem er í D-deild. United lenti 2-0 undir, kom til baka og jafnaði en tapaði í vítaspyrnukeppni.

Frammistaða United lengst af var hörmuleg og viðvörunabjöllur halda áfram að hringja hátt.

Rúben Amorim hefur núna stýrt Man Utd frá því í nóvember á síðasta ári og árangurinn hefur verið hörmulegur. Hann fór í vægast sagt áhugavert viðtal eftir leikinn í gær þar sem hann virtist ýja að afsögn sinni úr starfi.

„Ég tel að leikmennirnir hafi tjáð það skýrt í dag hvað þeir vilja," sagði Amorim sigraður.

Hann var beðinn um að útskýra þessi ummæli sín frekar og sagði það skýrt. Spurning er hvort að hann eigi við þarna að leikmennirnir séu ekki á hans bandi. Miðað við umræðu á samfélagsmiðlum þá halda sumir það en hann útskýrði ummæli sín ekki frekar.

„Ég vil biðja stuðningsmennina afsökunar. Eitthvað verður að breytast og þú ert ekki að fara að skipta út 22 leikmönnum aftur. Það er leikur framundan og svo höfum við tíma til að hugsa."

Man Utd spilar við Burnley um helgina og svo er landsleikjahlé, eða eins og Amorim orðaði það - „tími til að hugsa".


Athugasemdir
banner