Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   fös 29. ágúst 2025 21:16
Haraldur Örn Haraldsson
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég var bara mjög ánægður með leikinn," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir 4-2 sigur gegn Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við byrja af svakalegum krafti, fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Eiginlega hálf svekktur að fara ekki 3-0 í hálfleik. Ég var bara ánægður með fyrri háfleikinn, svo sigldum við bara þessu mjög fagmannlega í seinni hálfleik. Áttum dauðafæri, skot í stöng í seinni, bara mjög gott, ánægður með strákana," sagði Jóhann.

ÍR þarf bara eitt stig núna úr síðustu tveim leikjunum til þess að tryggja sætið sitt í umspilinu.

„Fyrst og fremst er það sætt að vinna leikinn, og ég er ánægður með kraftinn og orkuna í liðinu. Það er aðal atriðið, næsti leikur er Grindavík, þetta er ekki þannig séð komið þetta umspil. Aðal atriðið er líka bara að klára mótið af krafti. Þetta var sterkt skref í þá átt," sagði Jóhann.

ÍR hefur enn möguleika á að fara enn ofar í töflunni, þeir eru í raun bara fjórum stigum frá toppsætinu.

„Í fyrsta lagi erum við ekki klárir í umspilið, það eru ennþá bara sex stig í Keflavík. Þannig það er ekkert komið, svo skiptir það bara engu máli. Næsti leikur er Grindavík, og eftir þann leik ef hann fer vel, þá getum við verið búnir að tryggja okkur í umspil. Þá getum við líka verið í séns á fyrsta sæti, en ekki að það sé aðalatriðið, það er að við séum með hausinn rétt skrúfaðann og séum að tækla verkefnið á réttan hátt, sem mér finnst við vera að gera. Við erum með þannig lið, að við erum með stráka sem eru ekki vanir að vera í þessari stöðu. Við erum að lenda í því að vera í smá mótbyr, og bara geggjað að stíga upp úr því. Ég veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað 'panic', mér finnst það bara svo galið. Út frá stöðunni sem klúbburinn er í, að vera tala svona og hugsa svoleiðis, ég bara skil það ekki," sagði Jóhann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner