Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 12:48
Elvar Geir Magnússon
Amorim: Stundum hata ég leikmenn mína
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, ræddi við fjölmiðlamenn í dag en byrjun liðsins á tímabilinu hefur verið gríðarlega erfið. Liðið fær Burnley í heimsókn á morgun.

Hann var meðal annars spurður út í gagnrýni sína á leikmenn sína eftir að þeir töpuðu gegn D-deildarliðinu Grimsby í deildabikarnum í vikunni.

„Ég er mjög hreinskilinn þegar ég tjái mig. Ég mun gera það áfram eftir tapleiki eins og þessa. Stundum hata ég leikmenn mína, stundum elska ég þá. Ég var svo pirraður á þessari stundu. Mörgum finnst að ég eigi að vera rólegri og yfirvegaðri í viðtölum en það er ekki ég. Ég mun ekki breytast," segir Amorim sem tjáði sig einnig um stöðu sína.

„Stundum vil ég bara hætta, stundum vil ég vera hér næstu 20 ár. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera nálægt þeim."

Ég vil halda Kobbie
Framtíð Kobbie Mainoo hefur mikið verið í umræðunni. Hann fær ekki spiltíma og vill fara á láni en sagt er að United hafi hafnað beiðni miðjumannsins unga.

„Ég vil halda Kobbie. Hann þarf að berjast fyrir sæti í liðinu. Ég skil að leikmenn eru svekktir þegar þeir eru ekki að spila en menn munu fá tækifæri og þurfa bara að berjast fyrir sætinu."
Athugasemdir
banner
banner